6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Segir leikstíl Klopp stóra ástæðu þess að leikmenn Liverpool hrynja nú niður

Skyldulesning

Erik Meijer fyrrum framherji Liverpool segir kröfurnar sem Jurgen Klopp stjóri liðsins gerir á leikmennina stóra ástæðu fyrir öllum þeim meiðslum sem leikmannahópur liðsins á nú við.

Lykilmenn Liverpool hafa verið að meiðast hver á fætur öðrum síðustu vikur, Klopp hefur kennt miklu leikjaálagi um en Meijer segir kröfur Klopp á leikmenn spila stórt hlutverk.

„Það virðist ekki allt vera í lagi hjá Liverpool eftir tvö frábær ár,“ sagði Meijer en Liverpool situr þó við topp ensku deildarinnar og er komið áfram í Meistaradeildinni.

„Það er ekki bara þetta mikla álag á leikmönnum heldur er pressan alveg gríðarleg. Leikstíll Klopp setur gríðarlegt álag á leikmennina.“

,,Svona leikstíll í gegnum mikið leikjaálag getur haft þessi áhrif að menn meiðast mikið.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir