Segir söguna á bak við frægustu kálfa í heimi – Staðreyndin kemur verulega á óvart – DV

0
141

Jack Grealish kantmaður Manchester City er með einu frægustu kálfa fótboltans, kálfar hans vekja iðulega athygli þegar hann spilar.

Grealish er með stóra og glæsilega kálfa en hann leggur enga vinnu í það að hafa þá glæsilega.

„Ég geri bara ekki neitt,“ segir Grealish þegar hann er spurður á bak við vinnuna sem liggur að baki.

Jack Grealish / GettyImages „Þetta er bara eitthvað sem er í fjölskyldunni minni, afi minn var alltaf með stóra kálfa þegar hann spilaði fótbolta.“

Grealish segist ekki gera neinar æfingar en hann er þekktur fyrir að hafa sokkana fyrir neðan kálfana í leikjum.

„Ég geri engar æfingar, þetta er bara eitthvað sem ég hef haft frá því að ég var ungur.“

Enski boltinn á 433 er í boði