5 C
Grindavik
5. mars, 2021

Segir United eiga möguleika á að berjast við Liverpool

Skyldulesning

Manchester United tók á móti Leeds í ensku úrvalsdeildinni í gær. Heimamenn rúlluðu yfir gestina frá Leeds. Scott McTominay byrjaði leikinn af krafti og skráði sig á spjöld sögunnar á þremur mínútum. Það gerði hann með því að skora tvö mörk á fyrstu þremur mínútum leiksins. Þar með varð hann fyrsti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni til að takast þetta afrek.

Bruno Fernandes bætti þriðja marki heimamanna við á 20. mínútu. Á 37. mínútu skoraði Victor Lindelöf fjórða mark United. Liam Cooper minnkaði muninn fyrir Leeds á 42. mínútu. Staðan 4-1 í hálfleik. Á 66. mínútu bætti Daniel James fimmta marki heimamanna við. Fjórum mínútum síðar skoraði Bruno Fernandes sjötta mark United úr vítaspyrnu. Á 73. mínútu skoraði Stuart Dallas annað mark Leeds sem gerði þó ekki mikið fyrir þá því leiknum lauk með 6-2 sigri United.

Með sigrinum fór Manchester United upp í þriðja sæti deildarinnar, liðið er fimm stigum á eftir toppliði Liverpool og á leik til góða.

„Ég trúi því ekki þegar Scott McTominay segir að leikmenn liðsins skoði ekki töfluna,“ sagði fyrrum fyrirliði liðsins, Roy Keane.

Keane telur að United eigi von um að berjast við topplið Liverpool. „Það skoða allir stöðuna, leikmenn og þjálfarar. Þú spilar leikinn til að vera á toppnum.“

„Þetta hafa verið góðir dagar fyrir United. Liverpool er besta liðið en United virðist vera næst besta liðið.“

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir