2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Segir Víði hressari í dag en í gær

Skyldulesning

Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir Víði Reynisson vera aðeins hressari í dag en í gær. Víðir greindist með covid-19 í vikunni en Rögnvaldur, sem er staðgengill Víðis, heldur góðu sambandi við hann reglulega.

Víðir var töluvert veikur í gær en í morgun leið honum mun betur. „Já, það var ekki góður dagur í gær,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. „Ég heyrði í honum í gærkvöldi og þá var hann aðeins farinn að hressast og svo aftur í morgun, þá leið honum mun betur en í gær.“

Víðir bar sig ágætlega í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni og kvaðst þá vera einkennalaus. Ekkert hafi gengið við að rekja það hvernig hann og kona hans smituðust.

„Mér líður bara vel. Maður er bara í þessum gír, eins og allir aðrir sem lenda í þessu. Maður tekur þessu bara, leggur sitt af mörkum í baráttunni og reynir að sinna vinnunni á þessum skrýtnu tímum,“ segir Víðir.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir