4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Segist ekki hafa þráhyggju fyrir Meistaradeild Evrópu – „Við munum gera okkar besta“

Skyldulesning

Enn af öfugsniða

Fyrri hluti októbermánaðar

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ekki hafa þráhyggju fyrir Meistaradeild Evrópu.

Guardiola, sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu tvisvar með spænska liðinu Barcelona, hefur ekki komist lengra en 8-liða úrslit í keppninni eftir að hafa tekið við Manchester City.

Talið er að ein stærsta ástæðan fyrir því að hann hafi verið fenginn til liðsins væri að gera atlögu að sigri í Meistaradeildinni.

„Við munum gera okkar besta. Við eigum góðan möguleika á því að komast upp úr okkar riðli. Það er mjög gott og þá erum við meðal 16 bestu liða Evrópu,“ sagði Guardiola í viðtali.

Manchester City datt óvænt úr keppni á síðasta tímabili eftir tap gegn franska liðinu Lyon.

„Ég bjóst við viðbrögðum frá liðinu á þessu tímabili eftir að við biðum í lægra haldi gegn Lyon í Portúgal. Við vitum hvað við þurfum að gera,“ sagði Guardiola.

Manchester City mætir gríska liðinu Olympiakos á morgun og getur komist skrefi nær útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir