3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Segist hafa verið kallaður „api“ í viðbjóðslegu kynþáttaníði á vellinum

Skyldulesning

Glen Kamara, leikmaður Glasgow Rangers, segir að Ondrej Kudela, leikmaður Slavia Prag, hafi viðhaft kynþáttaníð í leik liðanna í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Slavia Prag sigraði 2-0 og sendi skosku meistarana út úr keppninni. Tveir leikmenn Rangers voru reknir út af í leiknum. Á lokamínútunum kom til orðaskaks og átaka á milli Kudela og Kamara og segir sá síðarnefndi að hann hafi verið kallaður „api“ en þar er um tilvísun í hörundslit hans að ræða en hann er þeldökkur. Kudela hélt hönd yfir munni sínum þegar hann sagði þetta.

Kamara á kæru yfir höfði sér frá UEFA og Kudela segir að hann hafi kvartað við lögregluna yfir höggi sem hann segist hafa fengið í andlitið frá Kamara.

Kamara hefur nú sent frá sér yfirlýsingu um málið og Steven Gerrard, framkvæmdastjóri Rangers, segist styðja við bakið á honum og segir hann hafa sagt sér að hann hafi orðið fyrir kynþáttaníði. „Það er ekkert pláss fyrir kynþáttaníð eða aðra fordóma í knattspyrnu. Frá því í sumar hafa margir okkar farið niður á hnéð til að sýna samstöðu með þeim sem hafa látist vegna kynþáttar síns. Ef UEFA vill í alvöru „sýna kynþáttahyggju rauða spjaldið“ þá er kominn tími til að stöðva málamyndaraðgerðir og taka upp alvöru aðgerðir. Níðið sem Ondrej Kudela varð fyrir átti sér stað á alþjóðavettvangi og ef UEFA gerir ekkert í málinu má líta á það sem svo að grænt ljós hafi verið gefið á kynþáttaníð,“ sagði Gerrard.

Enough is enough. pic.twitter.com/uyJLLhIUul

— Glen Kamara (@GlenKamara4) March 19, 2021

Í yfirlýsingu Kamara segir að Kudela hafi verið að rífast við liðsfélaga Kamara. Reyndi Kamara þá að stilla til friðar en segir að Kudela hafi þá sagt honum að halda kjafti og beðið hann að bíða í eina sekúndu. „Síðan kom hann til mín, hélt yfir munn sinn, hallaði sér að eyra mínu og hvíslaði: „Þú ert helvítis api, þú veist það.“

Kudela neitar þessu og segist hafa sagt: „Þú ert helvítis strákur.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir