Segja að gefa eigi ungabörnum hnetusmjör eða hnetur til að draga úr ofnæmi – DV

0
183

Það er hægt að draga mjög úr tíðni hnetuofnæmis ef foreldrar gefa ungum börnum sínum hnetusmjör. Þetta á að gera þegar þau eru á aldrinum fjögurra til sex mánaða. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar að sögn Sky News sem segir að vísindamenn hafi fundið „glugga“ til að gefa börnum hnetur og draga þannig úr hættunni á að þau þrói með sér ofnæmi gegn þeim.

Þetta verður að gera þegar þau eru sex mánaða en hugsanlega fyrr, við fjögurra mánaða aldur hjá börnum sem eru með exem en það er áhættuþáttur varðandi ofnæmi.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er hægt að draga úr hnetuofnæmi um 77% með því að gefa öllum ungabörnum hnetusmjör við sex mánaða aldur.

Ef beðið er með að gefa þeim hnetusmjör eða aðrar vörur, sem innihalda hnetur, þar til þau eru eins árs, þá er aðeins hægt að lækka hlutfallið um 33%.

Flest börn þróa hnetuofnæmi með sér áður en þau ná eins árs aldri.