1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Segja að Kolbeinn sé á förum frá AIK

Skyldulesning

Kolbeinn Sigþórsson þarf að finna sér nýtt félag fyrir næsta tímabil ef marka má heimildir Expressen í Svíþjóð.

Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun ekki spila áfram hjá sænska úrvalsdeildarliðinu AIK eftir þetta tímabil samkvæmt fréttum í Svíþjóð.

Expressen hefur heimildir fyrir því að samningi Kolbeins verði rift en hann var í gildi út næsta ár.

Kolbeinn kom til sænska liðsins í mars 2019 en þá var hann búinn að glíma lengi við mjög erfið meiðsli.

Kolbeinn Sigþórsson var í síðasta landsliðshóp og kom inn á sem varamaður í leiknum á móti Englandi á Wembley. Kolbeinn deilir markameti landsliðsins með Eiði Smára Guðjohnsen en báðir hafa þeir skorað 26 mörk fyrir A-landsliðið.

Kolbeinn Sigþórsson hélt upp á þrítugsafmælið í mars síðastliðnum en hann hefur einnig spilað í Hollandi og Frakklandi á sínum atvinnumannaferli. Kolbeinn var líka lánaður til Galatasaray í Tyrklandi en náði aldrei að spila leik með liðinu vegna meiðsla.

Kolbeinn skoraði 3 mörk í 17 leikjum með AIK á 2019 tímabilinu en er markalaus í 5 leikjum á núverandi tímabili þar sem meiðsli hafa sett sinn svip á hans þátttöku. Það er því miður ekkert nýtt fyrir hann.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir