1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Segja að læknir Maradona sé grunaður um manndráp af gáleysi

Skyldulesning

Leopoldo Luque, læknir Diego Maradona, hefur stöðu grunaðs manns í rannsókn sem nú er farin af stað vegna andláts  argentínsku knattspyrnugoðsagnarinn. Þetta herma heimildir argentínska blaðsins Clarín.

Fregnir hafa borist frá Argentínu um að húsleit hafi verið gerð á heimili og skrifstofu Leopoldo í dag. Farið var í húsleitirnar eftir að dætur Maradona kröfðust þess að fá að vita hvaða lyfjum föður þeirra hafði verið ávísað. 30 lögreglumenn tóku þátt í húsleitinni þar sem lagt var upp með að komast yfir sjúkraskýrslur Maradona.

Leopoldo Luque hefur starfað sem einkalæknir hans en ekki er langt síðan Maradona gekkst undir aðgerð vegna heilablóðfalls. Luque er nú grunaður um vanrækslu í starfi og manndráp af gáleysi.

Fyrr í vikunni hafði lögfræðingur Maradona, Martias Morla, krafist rannsóknar á dauðsfalli Maradona. Ástæðan fyrir því hafi meðal annars verið sú að hann hafði ekki fengið læknisskoðun í yfir 12 klukkutíma áður en hann lést.

Þá hefur það einnig vakið upp spurningar hvort Maradona hafi yfir höfuð átt að vera heima hjá sér þar sem hann hafði ekki aðgang að læknisþjónustu allan sólarhringinn.

Leopoldo Luque og Maradona

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir