Segja að vetrarsókn Rússa hafi mistekist – DV

0
105

Vetrarsókn Rússa, sem var ætlað að stækka yfirráðasvæði þeirra í Donbas í austurhluta Úkraínu, mistókst. Þetta er mat breska varnarmálaráðuneytisins en það sendir frá sér daglegar stöðufærslur um gang stríðsins.

Segir ráðuneytið að Rússar hafi aðeins náð að sækja örlítið fram en með gríðarlegum tilkostnaði því tugir þúsunda hermanna hafi fallið eða særst.

Sókn Rússa hófst 11. janúar og var ætlað að stækka yfirráðasvæði þeirra í Donbas. Segja Bretarnir að eftir 80 daga sókn Rússa, liggi ljóst fyrir að þeir hafi ekki náð þeim markmiðum sem þeir settu sér með vetrarsókninni.