4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Segja áformin ógna umferðaröryggi vegfarenda

Skyldulesning

Hofsvallagata.

Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, mótmælir harðlega þeim áformum meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur, að lækka hámarkshraða á öllum götum í umsjá borgarinnar. Áformin muni að öllu óbreyttu ýta umferðinni frekar inn í íbúðahverfi borgarinnar, sem verður til þess að ógna umferðaröryggi allra vegfarenda.

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á miðvikudag nýja áætlun um hámarkshraða á götum borgarinnar. Með henni verða nær allar götur með 40 kílómetra hámarkshraða eða lægri. 

„Reynslan hefur sýnt, að þegar þrengt er að umferð á tengibrautum og stofnleiðum leitar umferð frekar inn í íbúðahverfin. Skýrt dæmi um þetta er frá árinu 2014, þegar borgaryfirvöld þrengdu að umferð á Hofsvallagötu. Þetta varð til þess, að ökutækjum fjölgaði um 1.000 á sólarhring í nærliggjandi íbúðargötum og er það samkvæmt  talningu borgaryfirvalda sjálfra,“ segir í yfirlýsingu Varðar. 

Vörður skorar á borgaryfirvöld að hverfa frá áformunum og leita annarra leiða til að minnka svifmengun í morginni. Breytingarnar séu gerðar í því yfirskini, að lækka eigi umferðarhraða til að draga úr svifryksmengun. Þrif á götum borgarinnar hafi ekki verið nægileg og þrífa þurfi götur Reykjavíkur oftar en einu til tvisvar á ári. Nær væri að leggja frekari áherslu á þrif á stofnbrautum auk þess sem betri snjómokstur muni frekar draga úr notkun nagladekkja. 

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði á fimmtudag að áformin væru ekki lausnir heldur þrengingar. 

„Þarna er verið að setja ein­hverja millj­arða í að þrengja að um­ferð. Bæði er verið að lækka hraða og einnig er áætlað að setja hindr­an­ir í lyk­il­um­ferðaræðar,“ sagði Eyþór. Hann teldi betra að innleiða snjalllausnir, bæta gangbrautir og ljósastýringu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir