4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Segja Ronaldo hafa beðið umboðsmann sinn að ganga frá samkomulagi við Real Madrid

Skyldulesning

Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, á að hafa fyrirskipað umboðsmanni sínum, Jorge Mendes, að ganga frá samningum við Real Madrid. Þetta herma heimildir Eurosport.

Ronaldo er 36 ára og á enn 15 mánuði eftir af samningi sínum við Juventust. Hins vegar hafa verið miklar vangaveltur um framtíð hans hjá félaginu og talið að félagið vilji losa sig við stóran launapakka hans.

Talið er að Juventus vilji frekar losna við Ronaldo og fá greitt fyrir hann frekar en að eiga hættu á að missa hann frá sér á frjálsri sölu eftir að samningi hans lýkur. Ronaldo gekk til liðs við Juventus árið 2018 á rúmar 100 milljónir punda frá Real Madrid.

Ronaldo á að baki 122 leiki fyrir Juventus, þar hefur hann skorað 95 mörk og gefið 22 stoðsendingar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir