2 C
Grindavik
15. maí, 2021

Segja skilið við ofurdeildina

Skyldulesning

Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City verða ekki …

Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City verða ekki með í fyrirhugaðri ofurdeild.

AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester City mun ekki taka þátt í fyrirhugaðri ofurdeild.

Það er BBC sem greinir frá þessu en félagið hefur nú þegar tilkynnt forráðamönnum ofurdeildarinnar að það muni ekki taka þátt í deildinni samkvæmt breska miðlinum.

BBC greindi einnig frá því fyrr í kvöld að Chelsea ætlaði sér að hætta við þátttöku í deildinni og því virðast nú tvö ensk lið ætla að draga sig úr keppni.

Um 1.000 stuðningsmenna Chelsea voru mættir fyrir utan heimavöll Chelsea, Stamford Bridge, í kvöld til þess að mótmæla þátttöku í deildinni.

Frá því að fréttir bárust fyrst af því að tólf af stærstu félögum Evrópu ætluðu sér að stofna sína eigin ofurdeild, og hætta þátttöku í Evrópukeppnum á vegum UEFA, hefur allt logað í knattspyrnuheiminum.

Ásamt Chelsea og Manchester City koma AC Milan, Arsenal Atlético Madrid, Barcelona, Inter Mílanó, Juventus, Liverpool, Manchester United, Real Madrid og Tottenham öll að stofnun deildarinnar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir