Segjast ekki vera par þrátt fyrir rómantíska kvöldstund á MET Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue, og leikarinn Bill Nighy hafa hafnað því að vera par. Sögusagnir þess efnis hafa flogið í hæstu hæðum eftir að þau gengu saman rauða dregilinn á Met Gala á mánudag.
Sögusagnir um ástarsamband Nighy og Wintour hafa flogið um margra ára skeið en þau ávallt tekið fyrir það og sagst vera góðir vinir. Það fór því allt á flug þegar þau gengu saman rauða dregilinn á Met á mánudag. Almennt hefur það þótt, að ganga saman rauða dregilinn, staðfesting á sambandi meðal stórstjarna vestanhafs.
Wintour og Nighy fylgdust að allt kvöldið.Getty/Jeff Kravitz Wintour og Nighy virtust sannarlega ástfangin á dreglinum í New York: Brostu skært og hvísluðu hvort að öðru. Talsmaður Nighy hefur nú sagt við slúðurmiðilinn Page Six að þau hafi einfaldlega verið góðir vinir í tvo áratugi. Þau séu ekki saman.
Wintour og Nighy ásamt leikstjóranum Oliver Hermanus. Myndin er tekin á viðburði í desember síðastliðnum sem Wintour skipulagði, þar sem kvikmynd Nighy og Hermanus, Living, var sýnd fyrir valda gesti.Getty/Dia Dipasupil Talsmenn Wintour vildu ekki tjá sig um slúðursögurnar en heimildarmaður, sem á í nánu sambandi við hana, sagði í samtali við Page Six að myndirnar töluðu sínu máli.
Wintour og Nighy saman á tískusýningu í Lundúnum árið 2012.Getty/Samir Hussein