5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Seljið Xhaka og fáið mig frítt

Skyldulesning

Emmanuel Frimpong í leik gegn Reading í deildabikarnum.

Emmanuel Frimpong í leik gegn Reading í deildabikarnum.

AFP

Svissneski miðjumaðurinn Granit Xhaka var ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Arsenal í gær er hann var rekinn út af fyrir að taka Ashley Westwood leikmann Burnley hálstaki í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Burnley vann að lokum 1:0-sigur eftir sjálfsmark hjá Pierre-Emerick Aubameyang. Emmanuel Frimpong, sem lék í 13 ár með Arsenal, var allt annað en sáttur við Xhaka en hann var líflegur á Twitter á meðan á leik stóð.

„Seljið Xhaka og fáið mig frítt,“ er á meðal þess sem hann skrifaði á samfélagsmiðlinum. Þá skrifaði hann einnig að stuðningsmenn Arsenal ættu betra skilið en þann skít sem liðið er að bjóða upp á.

Það verður að teljast ólíklegt að forráðamenn Arsenal semji við Frimpong á næstunni en hann lék síðast með Ermis Aradippou á Kýpur árið 2018.

Innlendar Fréttir