-4 C
Grindavik
4. desember, 2020

Sendi myndarlegan tvífara að hitta gamla skólafélaga

Skyldulesning

Stephen átti ekki sjö dagana sæla í framhaldsskóla. Hann spilaði á saxófón í skólahljómsveitinni og átti erfitt félagslega.

Hann útskrifaðist fyrir tíu árum og hefur ekki hitt gamla skólafélaga síðan þá.

Í tilefni þess að það sé áratugur síðan hann og skólafélagar hans útskrifuðust, eru skólaendurfundir (e. highschool reunion). En Stephen vill ekki fara sem hann sjálfur, hann vill að ný og endurbætt útgáfa mæti í hans stað.

Forritið Oobah hjálpar fólki að finna tvífara sína og fá þá til að gera eitthvað sem það vill ekki gera. Stephen fékk aðstoð frá Oobah og fylgdist Vice með ferlinu.

Kemst Stephen upp með þetta?

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Innlendar Fréttir