4.3 C
Grindavik
22. september, 2021

Sendiherra Íslands í Moskvu afhenti Putin trúnaðarbréf

Skyldulesning

Sendiherra Íslands í Moskvu, Árni Þór Sigurðsson, afhenti í gær Vladimir Putin Rússlandsforseta trúnaðarbréf sitt, líkt og hefð er fyrir.

Á vef utanríkisráðuneytisins segir að athöfnin hafi farið fram í Kremlarhöll í Moskvu og hafi samtals 19 sendiherrar afhent trúnaðarbréf sín. Af því tilefni hafi Putin flutt ávarp og fjallað stuttlega um samskipti Rússlands og hvers ríkis fyrir sig. Mun Putin hafa sagt um samskipti Íslands og Rússlands að efla þyrfti tengsl landanna, bæði tvíhliða og í gegnum svæðisbundna samvinnu. Nefndi hann sérstaklega að Ísland færi nú með formennsku í Norðurskautsráðinu, en Rússar munu taka við formennskunni næsta vor. Þá nefndi Putin mikilvægi samstarfs á sviði hátækni og þróunar á sviði sjávarútvegs og nýtingar sjávarafurða, hönnunar, fiskiskipa og að á sviði jarðhita og landbúnaðar væru einnig tækifæri, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Sendiráð Íslands í Rússlandi er ein 26 sendiskrifstofa Íslands í 21 ríki. Auk Rússlands eru Armenía, Aserbaísjan, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgistan, Moldóva, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan í umdæmi sendiherrans.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir