3 C
Grindavik
1. mars, 2021

Sendum Bernie Sanders lopavettlinga með vélhjólahönskum undir!

Skyldulesning

DSC09421Það er vandasamt að finna réttu lausnirnar varðandi fatnað og búnað á vélhjólaferðum á Íslandi. 

Fyrir nokkrum árum fékk ég að gjöf þessa fínu BMW vélhjólahanska úr leðri með beinbrotavörn sem voru að vísu miklu betri en þeir sem voru fyrir, en reyndust engu að síður ekki vera nógu hlýir í frosti.  

Þegar frostið var orðið 5-8 stig var manni anski kalt á höndunum og skildi af hverju boðið er upp á „handahitun“ á sumum dýrum hjólum. DSC09426

En síðan gerðist það fyrir einskæra tilviljun þegar verið var að handleika gamla góða lopavettlinga upp á íslenska mátann, með rými fyrir þumalputta öðru megin, og fyrir annan putta hinum megin þar sem enginn putti er, sjá mynd, og notaðir hafa verið við að flytja lagið Hott, hott á hesti, að sú hugmynd vaknaði að prófa þá gömlu góðu. 

Það reyndist ekki vel með þeim einum, ullin hleypti kalda loftinu inn að berum fingrunum. 

En síðan í tómu bríaríi og upp á grín var prófað að fara fyrst í leðurhanskana og síðan í íslenska lopann utan yfir þá, að komin var aldeilis stórkostleg vörn fyrir hendurnar, og það upp í allt að átta stiga frosti.DSC09423 

Á miðmyndinni sést íslenski lopavettlingurinn einn og sér til hægri, BMW hanskinn einn og sér í miðjunni, en vinstra megin er búið að klæða hinn leðurhanskann í íslenska lopann.  

Ástæðan er líklega sú, að lopinn „drepur“ og stöðvar kalda loftið inni í sér, og þetta rými af kyrrsettu lofti hitast upp af höndunum í gegnum leðrið, svo að úr verður þessi líka afbragðs vörn!   

Hún er þó sennilega ekki algild ef það rignir. Blaut og gegndrepa ull hættir nefnilega að halda þurru, heitu lofti inni í sér. DSC09422

Á efstu myndinni og neðstu tveimur myndunum er samsettu vettlingarnir/hanskarnir í þeirri stöðu á stýrinu, sem hendurnar eru í þegar hjólinu er ekið. 

En á þetta hefur ekki reynt ennþá og ofangreind lausn hefur reynst alger lausn á áður illviðráðanlegu vandamáli. 

Kannski væri ráð að senda Bernie Sanders svona lopavettlinga og fá hann til að prófa þessa mjög svo íslensku lausn.  


Innlendar Fréttir