2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Senegal Afríkumeistari í fyrsta skipti – Mendy og Mane hetjurnar

Skyldulesning

Senegal er Afríkumeistari eftir úrslitaleik gegn Egyptum. Leikurinn var framlengdur og réðust úrslitin loks í vítaspyrnukeppni.

Það var fátt um fína drætti í úrslitaleiknum. Senegal fékk draumabyrjun í leiknum þegar dómarinn dæmdi vítaspyrnu þeim í vil. Sadio Mane tók spyrnuna en Gabaski, markvörður Egypta, sá við honum og varði. Senegal var meira með boltann í fyrri hálfleik og stjórnuðu leiknum en Egyptar vörðust vel. Egyptar voru duglegir að tefja og ósáttir við dómgæslu og á einum tímapunkti bauð dómari leiksins Mohamed Salah spjöldin og flautuna sína.

Sömu sögu má segja um seinni hálfleik, lítið var um opin færi og vörðust liðin varfærnislega. Hvorugt liðið náði að skora í venjulegum leiktíma og þá var gripið til framlengingar. Þar var boltinn lítið í leik og náði hvorugt liðið að skapa sér hættuleg færi. Þá tók við vítaspyrnukeppni.

Mohamed Abdelmonem skaut í stöng í annarri spyrnu Egypta en Gabaski var hetjan í næstu spyrnu og varði frá Bouna Sarr. Edouard Mendy varði fjórðu spyrnu Egypta og Sadio Mané steig á punktinn í fimmtu spyrnu og skoraði af öryggi og tryggði Egyptum sigurinn.

Senegal 0 – 0 Egyptaland (4 – 2 eftir vítaspyrnukeppni)

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir