7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Sérsveitin hafi ekki beint vopni að neinum

Skyldulesning

Sérsveit ríkislögreglustjóra. Mynd úr safni.

Sérsveit ríkislögreglustjóra. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til aðstoðar við leit að skotmanni vegna rannsóknar á skotárásinni þann 10. febrúar.

Leitin fór meðal annars fram á heimili í Kórahverfinu í Kópavogi, þar sem meintur skotmaður var skráður til heimilis samkvæmt kerfum lögreglu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu en karlmaður sem býr í umræddri íbúð hefur greint frá því að hann hafi vaknað við sérsveitina í íbúðinni og hyggist leita réttar síns vegna þess.

Segist hafa verið meðvituð um börn

Í tilkynningu lögreglu kemur fram að sérsveitarmenn hafi verið meðvitaðir um að börn væri í íbúðinni og fóru því með sérstakri gát.

„Húsráðandi hitti fjóra sérsveitarmenn á stigagangi hússins og tjáði þeim að grunaður skotmaður væri ekki inni í íbúðinni og hleypti þeim inn í íbúðina til þess að staðfesta það. Þrír sérsveitarmenn fóru inn í íbúðina til þess að staðfesta að karlmaður, sem var þar inni, væri ekki meintur skotmaður. Að því loknu yfirgaf sérsveit vettvang og voru lögreglumenn frá LRH þar áfram,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Þar segir enn fremur að sérsveitarmenn sem fóru inn í íbúðina hafi aldrei beint vopni að neinum sem var þar inni.

„Það er hins vegar vel skiljanlegt að sá sem vaknar upp af svefni og sér sérsveitarmenn í fullum aðgerðargalla inni hjá sé brugðið. Fulltrúar embættis ríkislögreglustjóra leggja sig fram við að koma fram af virðingu við samborgara sína í öllum verkefnum lögreglunnar og það á sannarlega líka við í aðgerðum sem þessum sem krefjast aukins viðbúnaðar.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir