6.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps

Skyldulesning

Landsréttur.

Landsréttur. Hanna Andrésdóttir

Karlmaður var í dag dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og brot í nánu sambandi með því að hafa veist að eiginkonu sinni og stappað ítrekað á hægri hlið líkama hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut mörg rifbrot, mar á lifur, áverkaloftbrjóst, áverkahúðbeðsþembu, mar á lunga og áverkafleiðraholsblæðingu.

Í dómi Landsréttar var vísað til þess að hending ein hafi ráðið því að árásin hafi ekki verið lífshættuleg, en árás mannsins var ofsafengin og fólk í sér síendurtekin högg. Var það lagt til grundvallar niðurstöðu Landsréttar að manninum hafi ekki getað dulist að bani gæti hlotist af þeirri atlögu sem hann gerði að eiginkonu sinni. 

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi óslitið frá því í janúar 2021 og var sá tími dreginn frá fangelsisdómnum. Þá var manninum gert að greiða eiginkonu sinni 2,5 milljón króna í miskabætur. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir