10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Sex ára strákur sendi bréf og sagði að mamma hans ætti ekki efni á að fara með hann á völlinn – Falleg viðbrögð samfélagsins

Skyldulesning

Enska D-deildarliðið Swindon Town leitar nú að sex ára gömlum stuðningsmanni sem sendi félaginu bréf nýlega.

Strákur að nafni Joe sendi félaginu bréf þar sem hann segist ekki getað mætt á heimaleiki félagsins þar sem móðir hans ætti ekki efni á því. Hann sendi svo það sem samsvarar rúmum 40 íslenskum krónum með bréfinu. Þær áttu að fara til uppáhaldsleikmanns Joe í Swindon, Harry McKirdy. 44

,,Mamma á engan pening til að mæta á leiki Swindon þar sem hún á ekki pening fyrir mat og þarf að borga matinn minn í skólanum,“ skrifaði Joe í bréfið. ,,Mér líkar við Harry McKirdy. Ég mun mæta einn daginn.“

Swindon leitar nú að þessum unga stuðningsmanni. Það eina sem er vitað um hann er það sem stóð í bréfinu, að drengurinn heiti Joe og sé sex ára gamall. Félagið vill bjóða honum upp á VIP-upplifun á heimavelli félagsins.

Þá hefur annar stuðningsmaður sett af stað söfnun fyrir fjölskyldu Joe.

Hér fyrir neðan má sjá bréfið.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir