4 C
Grindavik
7. mars, 2021

Sex greindust með smit í Ilu­lissat

Skyldulesning

Sex greindust með kórónuveiruna í Ilulissat á Grænlandi í gær. Flestir þeirra sem greindust komu með flugi frá Danmörku og greindust í seinni landamæraskimun. Allir eru sagðir hafa virt sóttkví og segir landlæknir Grænlands takmarkaða hættu á frekari útbreiðslu.

Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafa einungis nítján manns greinst með veiruna á Grænlandi og voru engin virk smit í landinu þar til að smitin komu upp í gær. Nú hafa því 25 greinst með veiruna á Grænlandi.

Fólkið sem greindist í gær kom til Grænlands frá Danmörku dagana 15. og 16. desember. Var um þrjá hópa að ræða – þriggja manna fjölskyldu, tvo einstaklinga sem ferðuðust saman og svo einn til viðbótar.

Henrik L. Hansen, landlæknir á Grænlandi, segir í samtali við Sermitsiaq.AG að smitin nú þurfi ekki að koma á óvart.

„Ég er ekki mjög hissa. Við vissum vel að það væri aukin hætta á smitum frá Danmörku hér á landi í kringum jólin. En að það komi þrír hópar með smituðum einstaklingum á sama tíma, það er meira en við reiknuðum með,“ segir Hansen.

Innlendar Fréttir