5 C
Grindavik
27. febrúar, 2021

Sex handteknir vegna barnaníðs og vændiskaupa

Skyldulesning

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, embætti ríkislögreglustjóra, Europol og Interpol komu að …

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, embætti ríkislögreglustjóra, Europol og Interpol komu að rannsókninni hér á landi.

mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sex voru á dögunum handteknir í aðgerðum lögreglunnar vegna barnaníðs og vændis á netinu. Fjórir þeirra voru handteknir vegna gruns um að hafa barnaníðsefni undir höndum en tveir vegna kaupa á vændi. Þá voru afskipti höfð af nokkrum til viðbótar af sömu ástæðu.

Alls eru á fjórða tug manna grunaðir um kaup á vændi og hafa allir réttarstöðu sakbornings.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, sem hefur átt í samstarfi við Europol og Interpol vegna málanna. Aðgerðirnar stóðu yfir í allmarga daga og snerust að barnaníði á netinu, auglýsingum um vændi á netinu og framboð þess á Íslandi.

Innlendar Fréttir