7 C
Grindavik
26. febrúar, 2021

Sex leikskólastarfsmenn með Covid-19

Skyldulesning

Leikskólanum Gimla hefur verið lokað og allir starfsmenn og leikskólabörn …

Leikskólanum Gimla hefur verið lokað og allir starfsmenn og leikskólabörn í sóttkví eða einangrun.

Eggert Jóhannesson

Sex starfsmenn hafa greinst með Covid-19 á leikskólanum Gimli í Njarðvík. Fyrst greindist einn starfsmaður smitaður á laugardag og í framhaldinu fimm í viðbót. Víkurfréttir greina frá.

Leikskólanum var lokað í gær, mánudag, og verður ekkert starf í skólanum út vikuna að minnsta kosti. 

Allir starfsmenn leikskólans og 85 leikskólabörn eru nú í sóttkví. Þar að auki þarf að minnsta kosti eitt foreldri að fara í sóttkví með hverju barni að sökum aldurs barnanna. 

Mikil fjölgun fólks í sóttkví á Suðurnesjum útskýrist að hluta af þessu. Á Suðurnesjum eru tíu einstaklingar í einangrun vegna staðfests Covid-19-smits og 135 í sóttkví.

Innlendar Fréttir