7 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Sex marka jafntefli í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar

Skyldulesning

Bayern Munchen og RB Leipzig, mættust í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn sem fór fram á Allianz Arena, heimavelli Bayern, endaði með 3-3 jafntefli.

Christopher Nkunku, kom RB Leipzig yfir með marki á 19. mínútu leiksins.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 30. mínútu þegar að Jamal Musiala jafnaði leikinn fyrir Bayern Munchen með marki eftir stoðsendingu frá Kingsley Coman.

Fjórum mínútum síðar kom Thomas Muller, Bayern Munchen, yfir með marki eftir aðra stoðsendingu frá Coman.

Justin Kluivert náði að jafna leikinn fyrir RB Leipzig með marki á 36. mínútu og á 48. mínútu kom Emil Forsber, Leipzig yfir með marki eftir stoðsendingu frá Angelino. Staðan því orðin 2-3 fyrir Leipzig.

Á 75. mínútu skoraði Thomas Muller sitt annað mark í leiknum og jafnaði leikinn fyrir Bayern Munchen.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í þessum toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar sem endaði með 3-3 jafntefli. Bayern er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 23 stig. RB Leipzig er í 2. sæti með 21 stig.

Bayern Munchen 3 – 3 RB Leipzig 


0-1 Christopher Nkunku (’19)


1-1 Jamal Musiala (’30)


2-1 Thomas Muller (’34)


2-2 Justin Kluivert (’36)


2-3 Emil Forsberg (’48)


3-3 Thomas Muller (’75)

Innlendar Fréttir