Alls greindust sex með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn var í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram á Covid.is.
28 eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af eru tveir á gjörgæslu, sem er einum færra en í gær.
Tekið var 2.461 sýni.
139 eru í einangrun, sem er fækkun um tvo frá því í gær. 582 eru í sóttkví, sem er fjölgun um 30.
Á landamærunum greindust 11 smit. Í tveimur tilfellum er beðið eftir mótefnamælingu og þrír voru með mótefni.
14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa er það sama og í gær, eða 28,6. Hvað landamærasmitin varðar hækkað það úr 15,3 í 15,8.
84 eru nú í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, sem er tveimur færrra en í gær. Líkt og í gær eru 27 í einangrun á Suðurnesjum og 15 á Suðurlandi. Þrír eru í einangrun á Norðurlandi vestra og þrír á Vesturlandi, sem er fjölgun einn frá því í gær.