4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Sextán eldingar

Skyldulesning

Enn af öfugsniða

Fyrri hluti októbermánaðar

Elding.

Elding.

Ljósmynd/Harpa Hlín Sigurðardóttir

Alls hafa sextán eldingar mælst á eða við landið frá því í hádeginu. Þá laust stórri eld­ingu niður rétt við efstu byggðir Kópa­vogs upp úr klukkan 23 í kvöld.

Að sögn Páls Ágústs Þórarinssonar, vakthafandi veðurfræðings, er um að ræða mjög klassískt eldingaveður. Þá hefur eitthvað verið um eldingar á Faxaflóasvæðinu í dag. 

„Við áttum von á þessu. Það kom ekkert á óvart, en þetta hefur ekki verið neitt ægilega mikið.“

Segir hann að fólk geti nálgast góðar leiðbeiningar um hvernig best er að haga sér í umræddu veðri. 

„Við vísum í raun bara á almannavarnir og þeirra síðu. Oft höfum við þurft að tæma sundlaugar og svona en það er ekki vandamál núna,“ segir Páll.

Þeir sem vilja nálgast leiðbeiningar almannavarna geta smellt hér. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir