5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Shaktar Donetsk og Salzburg halda sér á lífi í Meistaradeildinni

Skyldulesning

Salzburg og Shaktar Donetsk sigruðu sína leiki í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þar með eiga bæði lið enn möguleika á að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Lokomotiv Moskva tók á móti Salzburg í A-riðli. Bæði lið þurftu á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit.

Salzburg byrjaði leikinn betur. Mergim Berisha skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Fyrra kom á 28. mínútu og það síðara á 41. mínútu. Staðan góð fyrir Salzburg í hálfleik.

Á 79. mínútu minnkaði Anton Miranchuk metin fyrir Lokomotiv Moskva með marki úr vítaspyrnu. Karim Adeyemi átti lokaorðið í leiknum þegar hann skoraði þriðja mark Salzburg á 81. mínútu.

Eftir leikinn er Salzburg í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig. Lokomotiv Moskva er í fjórða og neðsta sætinu með þrjú stig. Hin liðin í riðlinum, Atlético Madrid og Bayern Munchen eigast við klukkan 20:00.

Í B-riðli tók Shaktar Donetsk á móti Real Madrid. Fyrsta mark leiksins kom á 57. mínútu. Þar var að verki Dentinho í liði Shaktar Donetsk. Manor Solomon innsiglaði 2-0 sigur heimamanna með marki á 82. mínútu.

Bæði lið eiga enn möguleika á sæti í 16-liða úrslitum.

Hin liðin í B-riðli, Borussia Mönchengladbach og Inter Milan eigast við klukkan 20:00. Ef Mönchengladbach vinnur eru þeir komnir áfram í 16-liða úrslit. Inter þarf á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram.

Lokomotiv Moskva 1 – 3 Salzburg


0-1 Mergim Berisha (28′)


0-2 Mergim Berisha (41′)


1-2 Anton Miranchuk (79′)(Víti)


1-3 Karim Adeyemi (81′)

Shaktar Donetsk 2 – 0 Real Madrid


1-0 Dentinho (57′)


2-0 Manor Solomon (82′)

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir