Sheffield United snýr aftur í deild þeirra bestu – DV

0
83

Sheffield United er komið upp í ensku úrvalsdeildina eftir sigur á WBA í kvöld.

Sander Berge kom liðinu yfir í kvöld á 58. mínútu. Anel Ahmedhodzic innsiglaði svo 2-0 sigur þegar um stundarfjórðungur lifði leiks.

Sheffield United snýr því aftur í ensku úrvalsdeildina. Þaðan féll liðið vorið 2021.

Burnley hafði þegar tryggt sig upp í ensku úrvalsdeildina fyrir kvöldið í kvöld.

Þá á aðeins eftir að koma í ljós hvaða lið fylgir þeim upp. Sem stendur eru Luton, Middlesbrough, Coventry og Sunderland í umspilssætunum.

Enski boltinn á 433 er í boði