0 C
Grindavik
24. febrúar, 2021

Síbyljan um þörf á 600 megavöttum fyrir orkuskipti bílaflotans heldur áfram.

Skyldulesning

Nú er tölunni 600 megavöttum varðandi það hve mikla raforku bílaflotinn muni þurfa í orkuskiptnum stanslaust haldið fram í umræðunni um orkumálin í fjölmiðlum og á netmiðlum. tazzari_og_nissan_leaf

Meðan þessari tölu er haldið fram og hún ævinlega notuð í umræðunni er hún svo arfaskökk, að hún eyðileggur alla umræðu, því að venjulega er hnykkt á með því að segja að þessi gríðarlega orkuþörf sé á við framleiðslu Kárahnjúkavirkjunar.   

Hin rétta tala er nefnilega 100 megavött, eða á við Sogsvirkjanirnar eða Búðarhálsvirkjun. 

Búðarhálsvirkjun er 95 megavött en framleiðir 585 gígavattstundir yfir árið. 

Undanfarin ár hafa stóriðjufyrirtæki í eigu útlendinga notað um 2000 megavött á ári, en öll heimili og fyrirtæki í eigu Íslendinga hafa samanlagt notað um 500 megavött. 

Samkvæmt 600 megavatta síbyljunni um rafbílana myndu þeir einir taka alla raforku af íslenskum heimilum og fyrirtækjum og gott betur!

Með síbyljunni um 600 megavött sem bílaflotinn einn muni þurfa að nota,  er reynt að drekkja ummælum Bjarna Bjarnasonar forstjóra ON sem þó byggir á upplýsingum innan úr bókhaldi eigin fyrirtækis og annarra fyrirtækja og orkunotenda. 

Þar að auki bendir Bjarni á það hagræði sem hægt er að ná fram varðandi þann tíma, sem rafbílarnir eru í hleðslu.  

En það er líka hægt að giska á rétta tölu með því að nota upplýsingar beint innan úr bílageiranum sjálfum um fjölda bílanna, meðalorkueyðslu og árlegan akstur þeirra.

Fjöldinn  x meðalorkueyðsla á hverja 100 ekna kílómetra  x 150) 

Þá verður hæsta mögulega tala 600 gígavattsstundir, (200.000 x 20 x 150) sem er svipað og orkuframleiðsla Búðarhálsvirkjunar, sem gefur 585 gígavattssdundir út úr aflinu 95 megavött.  


Innlendar Fréttir