2 C
Grindavik
24. nóvember, 2020

Síðasta byrjunarlið Erik Hamren – Enginn úr U21 liðinu byrjar

Skyldulesning

Erik Hamren hefur opinberað sitt síðasta byrjunarlið Íslands sem þjálfari Íslands. Hann gerði það nú rétt í þessu. Liðið mætir Englandi klukkan 19:45 á Wembley.

Ögmundur Kristinsson fær tækifæri í byrjunarliðinu í markinu en margir áttu von á því að Hannes Þór Halldórsson stæði vaktina.

Hjörtur Hermansson kemur inn í fimm manna vörn og leikur með Kára Árnasyni og Sverri Inga Ingasyni í hjarta varnarinnar.

Albert Guðmundsson og Jón Daði Böðvarsson leika í fremstu víglínu líkt og gegn Dönum. Enginn af þeim fimm leikmönnum sem kom úr U21 árs liðinu í þetta verkefni byrjar.

Byrjunarlið Íslands:


Ögmundur Kristinsson

Birkir Már Sævarsson


Sverrir Ingi Ingason


Kári Árnason


Hjörtur Hermannsson


Ari Freyr Skúlason

Guðlaugur Victor Pálsson


Rúnar Már Sigurjónsson


Birkir Bjarnason

Albert Guðmundsson


Jón Daði Böðvarsson

Innlendar Fréttir