0 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Síðasta byrjunarlið Hamréns: Fjórar breytingar á milli leikja

Skyldulesning

Fótbolti

Erik Hamrén sýrir íslenska landsliðinu í síðasta sinn í kvöld.
Erik Hamrén sýrir íslenska landsliðinu í síðasta sinn í kvöld.
Getty/Matthew Ashton

Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn munu byrja hans síðasta leik sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.

Ísland mætir Englandi á Wembley í kvöld í síðasta leik liðsins í A-deild Þjóðadeildarinnar en liðið er fallið úr A-deildinni.

Erik Hamrén og Freyr Alexandersson gera fjórar breytingar frá því í tapinu gegn Dönum á sunnudagskvöldið.

Ögmundur Kristinsson, Kári Árnason, Hjörtur Hermannsson og Rúnar Már Sigurjónsson koma inn í byrjunarliðið.

Byrjunarlið Íslands (5-3-2):

Ögmundur Kristinsson

Birkir Már Sævarsson – Sverrir Ingi Ingason – Kári Árnason – Hjörtur Hermannsson – Ari Freyr Skúlason

Guðlaugur Victor Pálsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Birkir Bjarnason

Albert Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson


Tengdar fréttir


Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kveður A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með leik við England á Wembley kl. 19.45.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir