4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða

Skyldulesning

Veiði

Rjúpa
Rjúpa

Næsta helgi er síðasta helgin þar sem heimilt er að veiða rjúpur en tímabilið hefur verið æði misjafnt hjá mönnum.

Það eru vonandi flestir komnir með í jólamatinn en heilt yfir virðast ansi margir nokkuð frá því að vera með það sem þeir þurfa og þar inn á milli skyttur með áratugareynslu. Það er nokkuð ljóst að það er minna af fugli en síðasta tímabil þó það sé nokkuð misjafnt milli landssvæða hversu mikill sá munur er. 

Það er samt nokkrir að veiða ágætlega og þeir sem eru að veiða einna best eru flestir að nota hunda við veiðarnar og þá eru bendar (Pointer) og Labradorar þær tegundir sem flestir eru að nota. Veðurspáinn er rjúpnaskyttum heldur í óhag þessa síðustu daga en það verður vonandi hægt að fara eitthvað á fjöll. Við minnum veiðimenn og veiðikonur á að fara með gát og vera vel búinn til fjallaferða þessa síðustu helgi. Tímabilið hefur verið slysalaust og vonandi klárast það þannig líka.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir