8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

„Siðgæðisvörðurinn“ flúði allsnakinn úr kynlífspartíi

Skyldulesning

Það má vera ljóst að Jozsef Szajer, þingmaður Ungverjalands á Evrópuþinginu og einn harðasti andstæðingur þess að samkynhneigðir njóti sömu réttinda og samkynhneigðir, var ekki spenntur fyrir að láta lögregluna standa sig að verki þegar hún knúði dyra. Því greip þessi 59 ára þingmaður bakpokann sinn, skreið allsnakinn út um glugga og fór niður niðurfallsrör með blæðandi hendur. Þetta skilaði ekki miklum árangri því fyrir neðan biðu belgískir lögreglumenn og handtóku hann.

Szajer var í kynlífspartíi í Brussel en lögreglan réðst til inngöngu í íbúðina vegna gruns um að brotið væri gegn sóttvarnaráðstöfunum þeim sem gripið hefur verið til vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þegar lögreglumenn ruddust inn í íbúðina fundu þeir 25 nakta karlmenn, þar á meðal tvo aðra þingmenn á Evrópuþinginu, sem voru að gera svolítið sem ekki fellur innan reglna um félagsforðun.

„Við tölum aðeins sama, drekkum smávegis, svona eins og á kaffihúsi. Eini munurinn er að inn á milli stundum við kynlíf. Það er enginn sem verður fyrir tjóni af því,“ sagði David Manzheley, gestgjafinn umrætt sinn, í samtali við dagblaðið Het Laatste Nieuws. Hann sagði einnig að Szajer hefði sjálfur skipulagt svona samkomur heima hjá sér og síðan gagnrýndi hann lögregluna: „Lögreglan krafðist þess að sjá persónuskilríki samstundis. En við vorum ekki einu sinni í nærbuxum. Hvernig áttum við að geta framvísað persónuskilríkjum?“

Sakaður um tvískinnung

Szajer, sem er kvæntur ungverskum dómara og á eina dóttur, baðst strax lausnar sem þingmaður og baðst fyrirgefningar en flokksbróðir hans og valdamesti maður Ungverjalands, Viktor Orban, var augljóslega allt annað en sáttur. Í yfirlýsingu sagði hann að hegðun Szajer hafi gengið gegn þeim gildum sem flokkur hans hafi að leiðarljósi og að hegðun hans hafi verið óásættanleg og ekki hægt að verja hana.

Orban stýrir ungverskum fjölmiðlum að mestu og hafa þeir því ekki fjallað mikið um kynlífspartíið og þá staðreynd að lögreglan fann eina töflu af ecstasy í bakpoka Szajers. En þær fréttir hafa breiðst út á samfélagsmiðlum og fara ekki vel í stjórnarflokk Orban, Fidesz.

„Hneykslið er mikið fyrir ungverska leiðtoga því þetta afhjúpar tvískinnunginn sem tengist baráttu þeirra gegn réttindum samkynhneigðra. Þetta afhjúpar hversu tvöfaldir í roðinu þessir stjórnmálamenn eru,“ sagði Bulcsu Hunyadi hjá Political Capital Institute hugveitunni í Búdapest í samtali við The Times.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir