10.7 C
Grindavik
31. júlí, 2021

Sif sakar KSÍ um sýndarsiðferði – „Engum var hótað atvinnumissi þegar kreditkort KSÍ var notað í leyfisleysi á nektarstað“

Skyldulesning

Sif Sigmarsdóttir, pistla- og rithöfundur, sakar KSÍ um að taka þátt í sýndarsiðferði í pistli í Fréttablaðinu sem birtist í gær.

Eiður Smári var sendur í tímabundið leyfi frá KSÍ fyrir að pissa úti á götu um síðustu helgi og vakti málið mikla athygli. Sif telur að með þessu taki Knattspyrnusambandið þátt í sýndarsiðferði.

„KSÍ tekur þátt í sýndarsiðferði samtímans. Það má ekki pissa úti á götu. En það er í lagi að spila fótbolta í Katar þar sem mannréttindi eru höfð að engu. Það er í lagi að flagga styrktaraðilanum Kók sem gengur gegn öllum hugmyndum um hollustu og hreysti,“ sagði Sif í pistli í Fréttablaðinu.

„Engum var hótað atvinnumissi þegar kreditkort KSÍ var notað í leyfisleysi á nektarstað í Sviss um árið,“ bætti Sif Sigmarsdóttir við.

Þarna vísaði Sif í frægt atriði þegar fjármálastjóri KSÍ notaði kreditkort félagsins á nektarstað í Sviss. Þá var ákveðið að fjármálastjórinn fengi að halda starfinu enda hafði hann unnið flekklaust starf.

Í pistlinum fer Sif yfir fleiri dæmi þar sem fólki er útskúfað úr samfélaginu eða missir vinnu vegna ósæmilegrar hegðunar í fortíðinni. Hún nefnir meðal annars krikketleikarann Ollie Robinson sem lék nýlega sinn fyrsta leik fyrir enska landsliðið. Á meðan leiknum stóð grófu menn upp gamlar færslur á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann gerðist sekur um rasisma og kvenfyrirlitningu. Hann fékk ekki að leika meira með landsliðinu.

„Samfélagsmiðlar eru fallöxi samtímans. Leiki minnsti grunur á að bærist með einstaklingi hugsanir sem ganga gegn ríkjandi málstað bíður hans opinber aftaka,“ sagði Sif í pistli sínum í Fréttablaðinu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir