Siggi tekur fast­­eigna­­markaðinn með stormi – Vísir

0
52

Siggi tekur fast­­eigna­­markaðinn með stormi Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, betur þekktur sem Siggi Stormur, hefur sett íbúð sína við Eskivelli í Hafnarfirði til sölu. 

Um er að ræða 115 fermetra eign með þremur svefnherbergjum í snyrtilegu fjölbýlishúsi.

Stofan er björt og rúmgóð með útgengi á svalir með fallegu útsýni til vesturs.

Eldhúsið er með notalegan borðkrók og u-laga eikarinnréttingu með góðu skápaplássi.

Baðherbergið er flísalagt  í hólf og gólf með baðkari og sturtuaðstöðu. Auk þess er þvottahús með geymslu.

Siggi og fjölskylda hafa búið sér afar snoturt heimili þar sem gráir litatónar og viður mætist á smekklegan og hlýlegan hátt.

Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.

Stofan er rúmgóð og björt.Fasteignaljósmyndun Parket er á öllum herbergjum.Fasteignaljósmyndun. Baðherbergið er með baðkari og sturtuaðstöðu, flísalagt hólf í gólf.Fasteignaljósmyndun Andyrið er með góðum skápum upp í loft.Fasteignaljósmyndun Litatónar eru gráir, hvítur og viður sem mætist á huggulegan hátt.Fasteignaljósmyndun Eldhúsið er rúmgott.Fasteignaljósmyndun