-3 C
Grindavik
20. janúar, 2021

Sig­ríður og Birna skipaðar nýir sýslu­menn

Skyldulesning

Innlent

Birna Ágústsdóttir og Sigríður Kristinsdóttir.
Birna Ágústsdóttir og Sigríður Kristinsdóttir.
Stjórnarráð Íslands

Dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Kristinsdóttur í embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu og Birnu Ágústsdóttur í embætti sýslumanns á Norðurlandi vestra frá 1. janúar næstkomandi.

Þetta kemur fram á vef dómsmálaráðuneytisins. Þar segir að Sigríður hafi lokið lagaprófi frá Háskóla Íslands 1989 og hafi frá útskrift sinnt margvíslegum störfum hjá opinberum aðilum og á einkamarkaði.

„Hún varð bæjarlögmaður Hafnarfjarðar 2015 og frá 2016 hefur hún jafnframt gegnt starfi sviðstjóra stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarkaupstaðar og verið staðgengill bæjarstjóra.

Birna Ágústsdóttir lauk meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri 2010 og hefur frá þeim tíma starfað sem löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra og verið staðgengill sýslumanns undanfarin tvö ár. Hefur hún meðal annars komið að uppbyggingu innhreimtumiðstöðvar sýslumanna á landsvísu sem er hluti af þróun embættanna í átt að stafrænni framtíð,“ segir í tilkynningunni.

Sigríður tekur við stöðunni af Þórólfi Halldórssyni og Birna af Bjarna G. Stefánssyni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir