5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Sigríður streymir fundi þar sem fjallað er um áhrif sóttvarnaaðgerða á íþróttastarf

Skyldulesning

„Miðvikudaginn 2. desember stendur hópurinn „Út úr kófinu“ fyrir fundi um þær áskoranir sem íþróttastarf í landinu stendur nú frammi fyrir vegna takmarkana sem settar hafa verið á íþróttastarf og þær afleiðingar sem þessi staða hefur, bæði fyrir líkamlega og andlega heilsu barna og unglinga og fyrir afreksíþróttir,“ skrifar Sigríður Andersen á Facebook-síðu sína en þar verður á hádegi á miðvikudag streymt fundi þar sem rætt er um áhrif sóttvarnaaðgerða á íþróttastarf.

Fundinum stýrir Bjarni Th. Bjarnason, formaður Skíðasambands Íslands. Hann ræðir við Guðna Bergsson, formann KSÍ, Sólveigu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Fimleikasambands Íslands, og Dr. Jón Ívar Einarsson, lækni og prófessor við Harvard Medical School.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir