Sigur City aldrei í hættu – Markasúpa á Ítalíu – DV

0
77

Það er ljóst hvaða lið taka þátt í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir að 8-liða úrslitum lauk í kvöld.

Bayern Munchen tók á móti Manchester City og þurfti að vinna upp þriggja marka forskot.

Erling Braut Haaland fékk tækifæri til að gera út um einvígið á 38. mínútu en þá skaut hann yfir úr vítaspyrnu. Hún hafði verið dæmd þar sem Dayot Upamecano fékk boltann í olnbogann innan teigs.

Markalaust var í hálfleik en það var ljóst að sigur City var aldrei í nokkurri hættu.

Haaland skoraði á 57. mínútu með flottri afgreiðslu.

Þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks fékk Bayern vítaspyrnu. Joshua Kimmich fór á punktinn og skoraði af öryggi. Þetta var hins vegar of lítið of seint.

Bayern Munchen 1-1 Manchester City (1-4)
0-1 Haaland 57′
1-1 Kimmich 83′

Lautaro Martinez skoraði í kvöld. Getty Inter leiddi 2-0 eftir fyrri leikinn við Benfica og var sigurinn ekki í hættu í kvöld.

Nicolo Barella kom þeim yfir á 14. mínútu áður en Fredrik Aursnes jafnaði fyrir Benfica seint í fyrri hálfleik.

Lautaro Martinez og Joaquin Correa komu Inter í 3-1. Benfica jafnaði en tapaði samanlagt 5-3.

Inter 3-3 Benfica (5-3)
1-0 Nicolo Barella 14′
1-1 Fredrik Aursnes 38′
2-1 Lautaro Martinez 65′
3-1 Joaquin Correa 78′
3-2 Antonio Silva 86′
3-3 Petar Musa 90+5′