Innlent | Kosningar | mbl | 14.4.2022 | 21:57
Aðalfundur Pírata í Kópavogi fór fram síðastliðinn mánudag. Fóru þar fram hefðbundin aðalfundarstörf og ný stjórn félagsins var kosin.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, mun leiða lista Pírata í komandi sveitarstjórnarkosningum. Indriði Ingi Stefánsson skipar annað sæti listans og Eva Sjöfn Helgadóttir það þriðja. Matthías Hjartarson, Margrét Ásta Arnarsdóttir og Árni Pétur Árnason skipa fjórða til sjötta sæti listans.
Þá var Matthías Hjartarson kjörinn formaður Pírata í Kópavogi á aðalfundinum og Elín Kona Eddudóttir varaformaður.