8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Sigurður úrskurðaði í máli gegn HR á meðan hann þáði laun frá HR

Skyldulesning

Hæstiréttur Íslands hefur fellt höfnun sína á áfrýjunarbeiðni Kristins Sigurjónssonar úr gildi. Mbl.is segir frá málinu.

Mál Kristins er gegn Háskólanum í Reykjavík sem sagði Kristni upp störfum í kjölfar orða sem Kristinn lét falla á lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Kristinn höfðaði mál gegn háskólanum í kjölfar uppsagnar sinnar en tapaði málinu bæði í héraðsdómi og Landsrétti. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins og fyrrum dómari við Hæstarétt, áfrýjaði málinu til Hæstaréttar fyrir hönd Kristins. Hæstiréttur hafnaði þeirri beiðni, sem fyrr sagði.

Í samtali við Mbl.is segir Jón Steinar að niðurfelling höfnunarinnar megi rekja til þess að komið hafi í ljós að Sigurður Tómas Magnússon, einn dómaranna þriggja sem tók áfrýjunarbeiðnina fyrir hafi þegar hann tók afstöðu til hennar þegið laun hjá Háskólanum í Reykjavík, einum aðila málsins sem um ræddi. Jón Steinar segir að hann hafi verið við störf nú á haustönn, þ.e. þeirri önn sem nú er að klárast.

Gera má ráð fyrir því að Hæstiréttur muni taka áfrýjunarbeiðnina aftur til umfjöllunar og taka afstöðu til hennar á ný, án aðkomu Sigurðar Tómasar.

Innlendar Fréttir