Sigur­jón hættir og Inga Rut verður fram­kvæmda­stjóri Kringlunnar – Vísir

0
52

Sigur­jón hættir og Inga Rut verður fram­kvæmda­stjóri Kringlunnar Sigurjón Örn Þórsson mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri Kringlunnar þann 1. júní næstkomandi. Inga Rut Jónsdóttir mun taka við af honum en Sigurjón mun taka við sem framkvæmdastjóri nýs þróunarfélags sem mynda á um uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Kringlureitnum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kringlunni. Sigurjón hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra síðastliðin sautján ár og þakkar félagið honum fyrir frábært starf síðustu ár. 

Hann mun nú  taka við sem framkvæmdastjóri félags sem mynda á um þá uppbyggingu sem er fyrirhuguð á Kringlureitnum öllum sem afmarkast við Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Kringlu- og Listabraut. 

Vinningstillaga frá árinu 2017 um uppbyggingu á Kringlureitnum.Vatnsiðnaður Megin hlutverk nýs þróunarfélags Kringlureitsins er að leiða áfram þróun svæðisins í samstarfi við alla hlutaðeigandi aðila og tryggja sem bestan og hraðastan framgang verkefnisins, skipulags- og framkvæmdalega og tryggja að þróun hverfisins alls tali sem best saman við þá starfsemi sem þar er fyrir,“ segir í tilkynningunni.

Svæðið allt er um 13 hektarar þar sem gert er ráð fyrir um 160 þúsund nýjum fermetrum og fjöldi íbúða getur orðið um eitt þúsund.

Inga Rut mun taka við þann 1. júní sem framkvæmdastjóri Kringlunnar. Hún hefur starfað hjá Reitum í átján ár sem viðskiptastjóri með áherslu á leigusamninga í verslun, einkum í Kringlunni.