3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Sigurmarkið í uppbótartíma

Skyldulesning

Adama Traoré skoraði sigurmark kvöldsins.

Adama Traoré skoraði sigurmark kvöldsins.

AFP

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld er 31. umferðin hófst á viðureign Fulham og Wolves en það voru gestirnir sem unnu 1:0-útisigur þökk sé sigurmarki í uppbótartíma.

Staða Fulham er erfið en liðið situr í 18. sæti, fallsæti, með 26 stig og er þremur stigum frá Newcastle sem á að auki tvo leiki til góða. Heimamenn þurftu því á þremur stigum að halda en í uppbótartíma skoraði Adama Traoré sigurmarkið og hans fyrsta mark á tímabilinu.

Úlfarnir eru nú með 38 stig í 12. sæti, fjórum stigum á eftir Leeds og fyrir ofan Crystal Palace á markatölu en bæði lið eiga leiki til góða um helgina.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir