-1 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Sigvaldi aðeins í auglýsingum

Skyldulesning

Sigvaldi Júlíusson þulur.

Breytingar verða gerðar á hlutverki og störfum þula á Rás 1 hjá Ríkisútvarpinu á næstunni og skerpt á ýmsu í hlutverki þeirra.

Skipta á verkefnum í tvennt; annars vegar munu Pétur Grétarsson, sem er nýkominn í starf þular, og Rakel Edda Guðmundsdóttir sinna því að halda utan um og kynna dagskrá Rásar 1. Sigvaldi Júlíusson verður hins vegar þulur auglýsinga og tilkynninga. Arndís Björk Ásgeirsdóttir verður áfram þulur í afleysingum.

„Það hefur lengi truflað okkur að sami þulur kynni dagskrá Rásar 1, sé í dagskrárgerð með tónlistarinnslögum, auk þess að lesa auglýsingar. Í raun fer þetta ekki saman þegar ströngustu hlutlægnissjónarmið eru höfð í huga, sem sé að sami þulur kynni dagskrána og lesi auglýsingar,“ segir Þröstur Helgason dagskrárstjóri – og enn fremur:

„Hin ástæðan er sú að auglýsinga- og tilkynningalestur hefur verið fyrirferðarmikill í starfi þula á Rás 1,“ segir Þröstur í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Innlendar Fréttir