7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Sigvaldi setti tvö í öruggum sigri

Skyldulesning

Handbolti


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Sigvaldi Björn Guðjónsson


Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í Kielce unnu öruggan sigur í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Kielce heimsótti Wisla Plock og var nokkuð jafnræði með liðunum til að byrja með. 

Kielce leiddi með tveimur mörkum í leikhléi, 12-14, en í síðari hálfleik stigu gestirnir á bensíngjöfina og keyrðu hreinlega yfir lið Wisla Plock.

Fór að lokum svo að Kielce vann tólf marka sigur, 19-31.

Sigvaldi nýtti bæði tvö skot sín í leiknum en markahæstur hjá Kielce var hvít-rússneski landsliðsmaðurinn Artsem Karalek með fimm mörk.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir