Sindri Guðbrandur kom, sá og sigraði keppnina um titilinn Kokkur ársins 2023 – DV

0
164

Mikið var um dýrðir í IKEA meðan keppnin um titilinn Kokkur ársins 2023 fór fram. Fimm framúrskarandi matreiðslumenn um kepptu um titilinn eftirsótta og metnaðurinn var í fyrirrúmi.

Eins og fram kemur á vef Veitngageirans varð það Sindri Guðbrandur Sigurðsson sem kom, sá og sigraði keppnina í ár og hlaut titilinn Kokkur ársins 2023. Sindri töfraði fram dýrindis rétti úr grunnhráefninu sem lagt var fram, þetta voru akurhænur, akurhænuegg, rauðspretta, ígulker, súkkulaði og skyr. En allir keppendur elduðu þriggja rétta máltíð úr þessu hráefni fyrir dómarana og þurftu að ná hylli þeirra.

Keppnin var æsispennandi í alla staði en hún fór fram í sérútbúnum keppniseldhúsum í miðri verslun IKEA og um það bil 8 þúsund gestir kíktu á keppnissvæðið. Keppnin byrjaði á forkeppni sem fór fram miðvikudaginn 30. mars síðastliðinn í IKEA, en þar kepptu níu kokkar um þessi fimm pláss í lokakeppninni sjálfri.

Keppendur í undanúrslitum um titilinn Kokkur ársins 2023 voru eftirfarandi:

Gabríel Kristinn Bjarnason – Dill restaurant – Ísland.

Hinrik Örn Lárusson – Lux veitingar – Ísland.

Hugi Rafn Stefánsson – Lux veitingar – Ísland.

Iðunn Sigurðardóttir – Brand Hafnartorg Gallerí – Ísland.

Ísak Aron Jóhannsson – Zak veitingar – Ísland.

Sindri Guðbrandur Sigurðsson – Flóra veitingar – Ísland.

Snædís Xyza Mae Ocampo – Ion Hotel – Ísland.

Sveinn Steinsson – Efla Verkfræðistofa – Ísland.

Wiktor Pálsson – Speilsalen – Noregur.

Í úrslitakeppnina komust síðan eftirfarandi keppendur áfram til að keppa um titilinn Kokkur ársins 2023:

Gabríel Kristinn Bjarnason, Dill restaurant Ísland. Gabríel vann fyrstu verðlaun Nordic Young Chef 2018 og keppti með landsliðinu á Ólympíuleikunum í Luxemburg 2022.

Hinrik Örn Lárusson, Lux veitingar Ísland. Hinrik er fyrrum landsliðsmaður og vann til silfurverðlauna í Nordic Young Chef 2018.

Hugi Rafn Stefánsson, Lux veitingar Ísland Hugi vann Íslandsmót matreiðslunema 2019 og komst líka í úrslitakeppni Kokks ársins 2022.

Iðunn Sigurðardóttir, Brand – Hafnartorg Gallerí Ísland. Iðunn keppti fyrir Íslands hönd í Euroskills 2016 og varð í 3. sæti í Kokkur ársins 2019.

Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Flóra veitingar Ísland. Sindri er liðstjóri Íslenska kokkalandsliðsins og leiddi það á síðustu Ólympíuleikum í Luxemburg 2022. Um vorið sama ár hafnaði Sindri í 2. sæti í Matreiðslumaður Norðurlandanna.

Til mikils var að vinna í keppninni, en Kokkur ársins 2023 er besti kokkur landsins árið 2023 og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2024 og mun Sindri mæta fyrir Íslands hönd í ár.

1. sæti – 300.000 kr.
2. sæti – 200.000 kr.
3. sæti – 100.000 kr.

Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni.