3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Sjáðu afmæliskveðjuna sem Beckham sendi á Björgólf Thor í gær – „Takk fyrir herra“

Skyldulesning

Björgólfur Thor Björgólfsson, einn ríkasti maður í heimi fagnaði í gær afmæli sínu. Björgólfur fæddist 19 mars árið 1967 og er því 54 ára gamall.

Það var væntanlega mikið að gera hjá Björgólfi að taka við kveðjum í gær en erfitt verður að toppa kveðjuna sem David Beckham sendi honum.

Beckham birti mynd af þeim félögum saman á Instagram síðu sinni og skrifaði þar stutta ástarjátningu.

,,Til hamingju með daginn vinur,“ skrifar Beckham og birtir mynd af sér og Björgólfi í skíðaferð

Björgólfur og Beckham eru nágrannar í London en Beckham hefur ítrekað komið með honum til Íslands. Þá hafa þeir farið í frí með fjölskyldur sínar til Bandaríkjanna.

Björgólfur endubirtir kveðjuna á Instagram og skrifar. „Takk fyrir herra“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir