Sjáðu atvikið: Chilwell fékk beint rautt spjald og Chelsea manni færri – DV

0
84

Útlitið er orðið heldur svart fyrir Chelsea á Santiago Bernabeu þar sem liðið er í heimsókn hjá Real Madrid.

Liðin mætast í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en um hálftími er eftir.

Real Madrid leiðir 1-0 með marki Karim Benzema í fyrri hálfleik.

Þá fékk Ben Chilwell, varnarmaður Chelsea, beint rautt spjald fyrir skömmu. Þá braut hann á Rodrygo sem aftasti varnarmaður. Spænska liðið fékk aukspyrnu.

Dómarinn gat ekki annað gert en að lyfta rauða spjaldinu.

Sjáðu atvikið með því að smella hér.