-2 C
Grindavik
23. janúar, 2021

Sjáðu atvikið þegar grín var gert að vali Neville – Sprungu úr hlátri

Skyldulesning

Það var líf og fjör á Sky Sports í gær þegar Gary Neville og Jamie Carragher fóru yfir árið í enska boltanum. Skrýtið ár í fótboltanum er senn á enda.

Veiran sem allir þekkja hefur haft áhrif á íþróttir en enski boltinn hefur fundið farsæla leið til að halda áfram.

Neville og Carragher voru að fara yfir komandi ár og hvað gæti gerst þar, þeir voru beðnir um að velja leikmann sem gæti sprungið út á næsta ári.

Hjá Neville kom nafn Paul Pogba upp, hann sagðist reyndar ekki hafa valið hann en Carragher og aðrir sprungu úr hlátri.

„Ég hef sagt þetta í þrjú ár, ég vil að honum gangi vel með Manchester United. Vera leikmaðurinn sem hann getur orðið,“ sagði Neville.

„Að hann geti keyrt liðið að titlinum, það er hljómar kostulega í dag.“

Umræðuna góðu má sjá hér að neðan.

🗣 „He says this every year“ 🤣@Carra23 reaction to @GNev2 predicting Paul Pogba to be the ‘Player To Watch’ in 2021 is priceless 😭 pic.twitter.com/WI0O2xM5qa

— Football Daily (@footballdaily) December 21, 2020

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir